Gengur í Framsóknarflokkinn og boðar framboð

Arnheiður Hjörleifsdóttir
Arnheiður Hjörleifsdóttir

Arnheiður Hjörleifsdóttir hefur tekið þá ákvörðun að ganga til liðs við Framsóknarflokkinn. Samhliða þeirri ákvörðun sækist hún eftir öðru sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.

Arnheiður er 33 ára, uppalin á Akranesi en býr ásamt fjölskyldu sinni á Bjarteyjarsandi í Hvalfjarðarsveit.

„Þangað flutti ég ásamt eiginmanni mínum að loknu námi sem ég stundaði bæði í Reykjavík og Kanada. Ég er með BS gráðu í landfræði og MS gráðu í umhverfisfræðum. Þá hef ég einnig lokið kennslufræði til kennsluréttinda. Á Bjarteyjarsandi rekum við sauðfjárbú en höfum auk þess byggt upp ferðaþjónustu með áherslu á menningu og umhverfi. Við höfum skapað okkur sérstöðu með því að opna bæinn okkar fyrir börnum á öllum aldri, þar sem áhersla er lögð á fræðslu, upplifun og virðingu.

Síðan 2003 hef ég gegnt hlutastarfi hjá ráðgjafafyrirtækinu UMÍS í Borgarnesi. Þar hef ég sinnt fjölbreyttum verkefnum, staðbundnum og á landsvísu, m.a. ráðgjöf til sveitarfélaga vegna Staðardagskrárvinnu.
Frá árinu 2006 hef ég setið í sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert