Kjartan stendur við fyrri orð

Kjartan Gunnarsson.
Kjartan Gunnarsson. mbl.is/Ómar

Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sagðist í kvöldfréttum RÚV standa við fyrri yfirlýsingar um að hann hafi ekki vitað um styrki Landsbankans og FL Group til Sjálfstæðisflokksins.

Hann sagði jafnframt að ummæli Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að hann hefði vitað af styrkveitingunni hafi verið slitin úr samhengi í fjölmiðlum. „Ég stend auðvitað við það sem ég hef sagt," sagði Kjartan.

Kjartan sagðist ekki hafa beðið Guðlaug Þór Þórðarson, alþingismaður, um að afla fjár fyrir flokkinn.

Kjartan sagði m.a. við mbl.is í síðustu viku, að að á fundi miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins 3. október árið 2006 hefði verið greint frá því að hann óskaði að láta af störfum framkvæmdastjóra flokksins. Á það hafi verið fallist. Á sama fundi hefði nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og Kjartan hefði ekki haft milligöngu um fjáröflun Sjálfstæðisflokksins eftir það.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert