Árni Páll: Ákall á aðildarumsókn um Evrópusambandið

Dagur B. Eggertsson og Árni Páll Árnason
Dagur B. Eggertsson og Árni Páll Árnason mbl.is/Ómar

Árni Páll Árason, oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi sagði í viðtali í Sjónvarpinu eftir að fyrstu tölur voru birtar í kvöld að hann hefði fundið mikinn meðbyr í aðdraganda þessara kosninga og að fólk hafi greinilega verið tilbúið til að treysta Samfylkingunni með nýjum hætti. Árni Páll sagði Samfylkingunni hafa tekist að móta stefnu sem fólk sjái að flétti saman hagsmuni heimila og fyrirtækja. Þetta sagði hann lykillinn að fylgisaukningu flokksins auk heildstæðrar stefnu gagnvart Evrópusambandinu „Þetta er ákall á aðildarumsókn," sagði hann. „Nú þurfum við að reyna að komast að þjóðarsátt um aðildarumsókn strax í maí."

Gleði ríkir á kosningavöku Samfylkingarinnar
Gleði ríkir á kosningavöku Samfylkingarinnar mbl.is/Ómar
Frá kosningavöku Samfylkingarinnar
Frá kosningavöku Samfylkingarinnar mbl.is/Ómar
Dagur og Árni Páll á kosningavöku Samfylkingarinnar
Dagur og Árni Páll á kosningavöku Samfylkingarinnar mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert