Álftaneshreyfingin vill ræða við Reykjavík um sameiningu

Sigurður Magnússon .
Sigurður Magnússon .

Framboðslisti  Álftaneshreyfingarinnar, vegna sveitastjórnarkosninganna í maí n.k., var samþykktur í gærkvöld á  fundi bæjarmálaráðs Álftaneshreyfingarinnar. Samþykkt var að Álftaneshreyfingin myndi beita sér fyrir könnunarviðræðum við Reykjavík um sameiningu.

Sigurður Magnússon myndlistamaður og  fyrrverandi bæjarstjóri  skipar fyrsta sæti listans, samkvæmt fréttatilkynningu.

  Kristín Fjóla Bergþórsdóttir kennari  og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar skipar annað sætið, Rannveirg  Guicharnaud jarðvegsfræðingur og lektor við HÍ þriðja sætið og Tryggvi M. Baldvinsson tónskáld og aðjunkt við LHÍ, fjórða sætið.

Í næstu þremur sætum, fimmta, sjötta og sjöunda,  eru Margrét S. Ólafsdóttir skrifstofustjóri, Kristinn Guðmundsson líffræðingur og fyrrum formaður skipulags- og bygginganefndar og Elsa Bára Traustadóttir sálfræðingur.

Í áttunda sæti er Ásta Óla Halldórsdóttir leiðsögumaður, í níunda sæti Eiríkur Ágúst Guðjónsson fornbókasali og fyrrum formaður félagsmálanefndar,  í tíunda sæti Hrafnkell Tumi Kolbeinsson framhaldsskólakennari, í ellefta sæti Brynja Valsdóttir framhaldsskólakennari, í tólfta sæti Bergur Sigfússon jarðfræðingur, í þrettánda sæti Elvar Berg hljómlistamaður og fyrrverandi kaupmaður og fjórtánda sætið, heiðurssæti listans skipar Ólafur Proppé fyrveranddi rektor Kennaraháskóla Íslands og fyrrverandi formaður skólanefndar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert