Fasteignagjöld hæst á Selfossi

Miklu munar á fasteignagjöldum eftir því hvar á landinu fasteignin …
Miklu munar á fasteignagjöldum eftir því hvar á landinu fasteignin er.

Fasteignagjöld eru hæst á Selfossi en lægst í Hólmavík samkvæmt nýlegri samantekt Fasteignaskrár Íslands fyrir Byggðastofnun. Selfyssingur í meðalstóru einbýli greiðir 258 þúsund krónur á ári í fasteignagjöld en Hólmvíkingur 122 þúsund fyrir samskonar eign. Frá þessu greinir í Dagskránni, fréttablaði Suðurlands.

Viðmiðunareignin er einbýlishús sem er 161 fermetri að grunnfleti á ríflega 800 fermetra lóð. Gjöldin eru reiknuð út samkvæmt núgildandi fasteignamati sem gildir frá 31. desember 2009. Horft er til allra gjaldliða sem teljast til fasteignagjalda, þ.e. fasteignaskatts, lóðarleigu, fráveitugjalds,
vatnsgjalds og sorpgjalda.

Sorphirðugjöld hækkuðu víða í febrúar síðastliðnum en hækkunin var mest í sveitarfélaginu Árborg, sem Selfoss tilheyrir. Hækkun sorphirðugjalda skýrir hluta af háum fasteignagjöldum.

Lesa Dagskrána

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert