Flestar breytingar á D-lista

Kjósendur í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær.
Kjósendur í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. mbl.is/Ómar

Flestar útstrikanir og breytingar voru gerðar á atkvæðaseðlum Sjálfstæðisflokksins við borgarstjórnarkosningarnar í gær. 4475 kjósendur flokksins breyttu atkvæðaseðlunum sem er liðlega 22% kjósenda flokksins í Reykjavík.

Í heildina komu fram 6915 breyttir seðlar í Reykjavík, samkvæmt upplýsingum yfirkjörstjórnar. Það svarar til um 11% greiddra atkvæða í borginni.

Verið er að vinna úr þessum listum og niðurstöður liggja ekki fyrir um það hversu oft seðlum hefur verið breytt hjá einstökum frambjóðendum. Þó er ljóst að þessir seðlar munu engin áhrif hafa á það hverjir verða borgarfulltrúar eða í hvaða röð.

971 atkvæðaseðli Samfylkingarinnar var breytt, 904 hjá Besta flokknum, 475 hjá VG, 15 hjá Framboði um heiðarleika og almannahagsmuni, 9 hjá Reykjavíkurframboðinu og 5 hjá Frjálslynda flokknum.

Með breyttum seðlum er átt við atkvæðaseðla þar sem kjósandi viðkomandi flokks hefur strikað yfir nafn eða nöfn frambjóðenda eða breytt röðun þeirra á listanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert