Sigrún bæjarstjóri í Sandgerði?

Sigrún Árnadóttir.
Sigrún Árnadóttir.

Meirihlutinn í bæjarstjórn Sandgerðis hefur boðað til blaðamannafundar á morgun þar sem kynntur verður nýr bæjarstjóri. Vefurinn 245.is í Sandgerði segist hafa heimildir fyrir því, að Sigrún Árnadóttir, fyrrum framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, hafi verið ráðin í starfið.

Sigrún starfaði í 15 ár hjá RKÍ, þar af í 12 ár sem framkvæmdastjóri en lét af því starfi 2005. Hún hefur síðan verið í framhaldsnámi og rekið eigið ráðgjafarfyrirtæki en var í byrjun júlí ráðin til starfa hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sem verkefnisstjóri fyrir þjónustumiðstöð vegja eldgossins í Eyjafjallajökli.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert