Þóra með mestan stuðning

Þóra Arnórsdóttir
Þóra Arnórsdóttir mbl.is/Ómar Óskarsson

MMR kannaði stuðning almennings við þá frambjóðendur sem þegar hafa lýst yfir framboði til komandi forsetakosninga. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 43,4% myndu kjósa Þóru Arnórsdóttur og 41,3% Ólaf Ragnar Grímsson. Munurinn á fylgi Þóru og Ólafs Ragnars er innan vikmarka.

8,9% þeirra sem tóku afstöðu lýstu yfir stuðningi við Ara Trausta Guðmundsson. Aðrir frambjóðendur voru nefndir af 6,4% svarenda samanlagt.

Andrea J. Ólafsdóttir er með 2,6% fylgi, Herdís Þorgeirsdóttir 1,3%, Jón Lárusson 1%, en hann hefur hætt við framboð, Ástþór Magnússon 0,9% og Hannes Bjarnason nýtur stuðnings 0,6% þeirra sem tóku þátt í könnun MMR.

Ólafur Ragnar með mestan stuðning frá framsóknar- og sjálfstæðismönnum

Töluverður munur reyndist á afstöðu fólks eftir því hvaða stjórnmálaflokka það sagðist styðja (væri gengið til kosninga nú). Þannig sögðust 52,4% framsóknarmanna og 62,2% sjálfstæðismanna myndu kjósa Ólaf Ragnar en 72,7% samfylkingarfólks og 62,6% Vinstri-grænna sögðust vilja kjósa Þóru. Þá sögðust 66,7% þeirra sem sögðust styðja ríkisstjórnina jafnframt myndu kjósa Þóru. Á móti voru 53,9% þeirra sem sögðust andvígir ríkisstjórninni sem sögðust vilja kjósa Ólaf Ragnar.

Úrtak: Einstaklingar á aldrinum 18-67 ára valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR en alls svöruðu 972 könnuninni sem gerð var 10.-15. maí 2012.

Sjá nánar hér

Ólafur Ragnar Grímsson
Ólafur Ragnar Grímsson mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert