Forsetar sóttu ekki fylgi til Reykjavíkur

Margt er óvenjulegt og áhugavert við forsetakosningarnar í ár. Þetta …
Margt er óvenjulegt og áhugavert við forsetakosningarnar í ár. Þetta er í þriðja skiptið sem framboð eru gegn sitjandi forseta, en í fyrsta skiptið sem mótframbjóðendurnir njóta umtalsverðs fylgis. Eggert Jóhannesson

Fjögur hafa verið kjörin forseti Íslands í almennri kosningu frá lýðveldisstofnun, þau Ásgeir Ásgeirsson, Kristján Eldjárn, Vigdís Finnbogadóttir og Ólafur Ragnar Grímsson. Þrjú þeirra fengu minnst af fylgi sínu í Reykjavíkurkjördæmi. Þeir Ásgeir og Ólafur Ragnar voru með hlutfallslega mest af fylgi sínu á Vestfjörðum en Kristján og Vigdís fengu mest af fylgi sínu á Austurlandi.

Þetta kemur fram ef rýnt er í úrslit forsetakosninga og skiptingu atkvæða á vef Hagstofu Íslands.

Þar sést líka að Kristján Eldjárn var kjörinn með hæsta hlutfalli atkvæða af forsetunum fjórum, eða 65,6%, en Vigdís Finnbogadóttir með því minnsta, 33,8%. Þarna eru ekki taldar með kosningar þar sem boðið hefur verið fram gegn sitjandi forsetum.

Mest á Vestfjörðum, minnst á Austurlandi

Árið 1952 greiddu rúmlega 70.447 atkvæði í forsetakosningum og þá stóð valið á milli þriggja frambjóðenda, þeirra Ásgeirs Ásgeirssonar, Bjarna Jónssonar og Gísla Sveinssonar. Gild atkvæði voru 68.224.

Ásgeir var kjörinn forseti með 32.924 atkvæði eða 48%, sem dreifðust afar mismunandi yfir landið. Mest fylgi hafði hann í Vestfjarðakjördæmi, þar sem hann fékk 59% greiddra atkvæða. Minnsta fylgi Ásgeirs var í Austurlandskjördæmi, en þar fékk hann 31,8%.

Alls staðar meira en 60%

Heldur hafði kjósendum fjölgað í næsta skiptið sem Íslendingar völdu sér forseta. Það var árið 1968 og þá voru gild atkvæði 102.972. Tveir voru í framboði, Gunnar Thoroddsen og Kristján Eldjárn. Kristján var kjörinn forseti og fékk 67.544 atkvæði eða 65,6%. 

Mesta fylgi Kristjáns var á Austurlandi, en þar fékk hann 80,9% greiddra atkvæða. Fylgi hans var meira en 60% í öllum átta kjördæmunum, minnst var það í Reykjavík þar sem hann fékk 61%.

Lítill munur á frambjóðendum

Enn fjölgaði á kjörskrá. Sömuleiðis hafði frambjóðendum fjölgað árið 1980, þegar fjögur sóttust eftir forsetaembættinu, þau Albert Guðmundsson, Guðlaugur Þorvaldsson, Pétur J. Thorsteinsson og Vigdís Finnbogadóttir. Þá voru gild atkvæði 129.049 og fékk Vigdís 33,8% þeirra, eða 43.611. Guðlaugur fékk næstflest atkvæði 41.700 eða 32,3% og munaði einungis 1.911 atkvæðum á þeim Vigdísi.

Mesta fylgi sitt sótti Vigdís til Austurlands, þar sem hún fékk 45,7% atkvæða, en minnsta fylgið hafði hún í Reykjavík þar sem 31,7% kusu hana.

Árið 1988 bauð Sigrún Þorsteinsdóttir úr Vestmannaeyjum sig fram á móti Vigdísi, sem þá var sitjandi forseti. Vigdís fékk 94,6% atkvæða og Sigrún fékk 5,4%.

Fimm í framboði, einn hætti við

Fimm buðu sig fram í forsetakosningunum 1996, þau Ástþór Magnússon Wium, Guðrún Agnarsdóttir, Guðrún Pétursdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson og Pétur Kr. Hafstein. Guðrún Pétursdóttir dró framboð sitt til baka 11 dögum fyrir kosningar.

165.233 greiddu atkvæði og úrslit urðu þau að Ólafur Ragnar var kjörinn forseti með 68.370 atkvæðum eða 41,4%, Pétur Kr. Hafstein var með 29,8%, Guðrún Agnarsdóttir fékk 26,4% og Ástþór Magnússon Wium fékk 2,7%.

Mesta fylgi Ólafs Ragnars var á Vestfjörðum, en þar fékk hann 50,4% atkvæða. Minnsta fylgi hans var í Reykjavík, en þar fékk hann 37,6%.

Fáir kusu árið 2004

Kjörsókn var heldur dræm árið 2004 og margir skiluðu auðu þegar tveir buðu sig fram á móti sitjandi forseta, Ólafi Ragnari Grímssyni, en það voru þeir Ástþór Magnússon Wium og Baldur Ágústsson. 105.913 kusu og fékk Ólafur Ragnar 37,9%, Baldur fékk 9,9% og Ástþór 1,5%.

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands og Dorrit Moussaieff forsetafrú.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands og Dorrit Moussaieff forsetafrú. Jim Smart
Forseti Íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, yfirgefur fundarsal Alþingis í síðasta …
Forseti Íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, yfirgefur fundarsal Alþingis í síðasta sinn 20. apríl 1968. Ólafur K. Magnússon
Filma nr. 059-153 Þingsetning. Júlí 1959. Ásgeir Ásgeirsson, forseti Íslands …
Filma nr. 059-153 Þingsetning. Júlí 1959. Ásgeir Ásgeirsson, forseti Íslands ásamt Sigurbirni Einarssyni biskupi við þingsetningu í júlí 1959. Ólafur K. Magnússon
Forseti Íslands dr. Kristján Eldjárn í júní 1971.
Forseti Íslands dr. Kristján Eldjárn í júní 1971. Ólafur K. Magnússon
Kristján Eldjárn forseti Íslands og Halldóra Eldjárn við embættistöku hans …
Kristján Eldjárn forseti Íslands og Halldóra Eldjárn við embættistöku hans árið 1967 á svölum Alþingishússins Ólafur K. Magnússon
Vigdís Finnbogadóttir hyllt á svölum heimilis síns eftir að hafa …
Vigdís Finnbogadóttir hyllt á svölum heimilis síns eftir að hafa verið kjörin Forseti Íslands árið 1980. Ólafur K. Magnússon
Ólafur Ragnar Grímsson var kjörinn forseti Íslands árið 1996.
Ólafur Ragnar Grímsson var kjörinn forseti Íslands árið 1996. Eggert Jóhannesson
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka