Þingfundi slitið og nýr boðaður

Nýr þingfundur hefur verið boðaður kl. 10:30 í fyrramálið. 41 …
Nýr þingfundur hefur verið boðaður kl. 10:30 í fyrramálið. 41 mál eru á dagskrá hans. mbl.is/Golli

Þingfundi var slitið kl. 21:37 í kvöld og nýr boðaður kl. 10:30 í fyrramálið. Á honum eru 41 mál á dagskrá og fyrsta mál áframhald 2. umræðu um stjórnskipunarlög, tillögu Árna Páls Árnasonar og fleiri um tímabundna breytingu á ákvæðum stjórnarskrár þess efnis að hægt verði að breyta henni án þess að rjúfa þing og boða til kosninga.

Auk þeirra eru breytingatillögur Margrétar Tryggvadóttur og Oddnýjar Harðardóttur til umræðu undir fyrsta lið fundarins.

Þingfundur hófst kl. 10:30 í morgun og voru 12 mál afgreidd áður en til umræðu kom sama mál og verður rætt í upphafi þingfundar í fyrramálið. Þingfundur stóð því með matarhléum í rúmlega 11 klukkustundir í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert