Með tillögu um frestun þingfunda

Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Árni Sæberg

Þingfundur er hafinn á Alþingi en 50 mál eru á dagskrá fundarins. Þar á meðal frumvarp formanna stjórnarflokkanna og Bjartrar framtíðar um afmarkaðar breytingar á stjórnarskránni en þrátt fyrir stíf fundarhöld í gær náðist ekki samkomulag á milli stjórnmálaflokkanna um afgreiðslu þess né frestun þingfunda fram yfir kosningar.

Tilkynnt var í upphafi þingfundar að Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði lagt fram þingsályktunartillögu um frestun þingfunda en í tillögunni segir: „Alþingi ályktar að veita samþykki til þess að fundum þingsins verði frestað frá 21. mars 2013 eða síðar, ef nauðsyn krefur.“

Stjórnarskrármálið er númer 13 á dagskránni en fyrstu tólf málin eru atkvæðagreiðslur sem samkomulag mun vera um að afgreiða en flest eru málin á leið til nefnda fyrir þriðju umræðu. Þar á meðal breytingar á hegningalögum vegna kynferðisbrota gegn börnum innan fjölskyldna, frumvarp um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar og lokafjárlög 2011.

Þingsályktunartillagan

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert