Steingrímur J. afhendir lykla

Steingrímur J. Sigfússon afhenti Ragnheiði Elínu Árnadóttur lyklana að iðnaðar- …
Steingrímur J. Sigfússon afhenti Ragnheiði Elínu Árnadóttur lyklana að iðnaðar- og viðskiptaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Steingrímur J. Sigfússon afhenti tveimur ráðherrum lykla í morgun en Ragnheiður Elín Árnadóttir er nýr iðnaðar- viðskiptaráðherra.

Sigurður Ingi Jóhannsson tók einnig við lyklum úr hendi Steingríms J. en Sigurður er nýr sjávarútvegs-, landbúnaðar- og umhverfisráðherra.

Þau skipta með sér verkum innan atvinnuvegaráðuneytisins á þann veg að Ragnheiður Elín mun sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra hafa á sinni könnu almenn viðskiptamál, atvinnuþróun og nýsköpun, ferðaþjónustu, iðnað, verslun og þjónustu, jarðrænar auðlindir og orkumál.

Sigurður Ingi  mun sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra bera ábyrgð á þessum tveimur málaflokkum auk byggðamála. Skipulag atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og starfsmannahald er jafnframt í hans verkahring.  Auk þessa gegnir Sigurður Ingi embætti umhverfis- og auðlindaráðherra.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, er fædd 30. september 1967. BA-próf í stjórnmálafræði frá HÍ 1991. MS-próf í alþjóðasamskiptum frá Georgetown University í Bandaríkjunum. Þingmaður Suðvesturkjördæmis 2007-2009 og í Suðurkjördæmi frá 2009. Formaður þingflokks sjálfstæðismanna 2010-2012.

Sigurður Ingi Jóhannsson, er fæddur 20. apríl 1962. Embættispróf í dýralækningum frá Konunglega dýralækna- og landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn. Almennt dýralæknaleyfi í Danmörku 1989 og á Íslandi 1990. Varaformaður Framsóknarflokksins. Þingmaður í Suðurkjördæmi frá 2009.

Sigurður Ingi Jóhannsson tekur við lyklunum úr hendi Steingríms J. …
Sigurður Ingi Jóhannsson tekur við lyklunum úr hendi Steingríms J. Sigfússonar í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Lykill að atvinnuvegaráðuneytinu er nú í höndum Sigurðar Inga en …
Lykill að atvinnuvegaráðuneytinu er nú í höndum Sigurðar Inga en hann er nýr sjávarútvegs-, landbúnaðar- og umhverfisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert