Sóley leiðir VG í Reykjavík

Sóley Tómasdóttir á landsfundi VG
Sóley Tómasdóttir á landsfundi VG mbl.is/Ómar Óskarsson

Sóley Tómasdóttir mun leiða lista VG í Reykjavík en hún hlaut flest atkvæði í það sæti á fundi VG sem nú stendur yfir.

Sjöfn Ingólfsdóttir, formaður kjörstjórnar, hefur tilkynnt að Sóley Tómasdóttir hlaut 153 atkvæði og Líf Magneudóttir 152. Átta seðlar voru auðir eða ógildir. Valfundur hefur því valið Sóleyju Tómasdóttur til þess að leiða framboðslista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í borgarstjórnarkosningunum í vor.

Kjósa þurfti í tvígang um fyrsta sætið þar sem ekkert þeirra þriggja sem sóttust eftir sætinu fékk meirihluta atkvæða.

Niðurstaða fyrri umferðar:

Sóley Tómasdóttir 150 atkvæði.
Líf Magneudóttir 132 atvkæði.
Grímur Atlason 82 atkvæði.

Birna Magnúsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir og Líf Magneudóttir gefa kost á sér í annað sætið á listanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert