Munu leita hvort til annars

Feðginin Ásthildur Sturludóttir og Sturla Böðvarsson munu í fyrsta skipti …
Feðginin Ásthildur Sturludóttir og Sturla Böðvarsson munu í fyrsta skipti bæði gegna hlutverki bæjarstjóra á sama tíma.

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð, gerir ráð fyrir að faðir hennar, Sturla Böðvarsson, muni leita í reynslubanka hennar næstu fjögur árin þegar þau munu bæði gegna starfi bæjarstjóra. 

Þetta mun vera í fyrsta skipti sem feðgin bæði gegna hlutverki bæjarstjóra á sama tíma hér á landi.

Margt hefur breyst á 25 árum

„Mér líst ljómandi vel á þetta. Ég hef helst áhyggjur af því að hann hafi ekki nægan tíma til að sinna mér,“ segir Ásthildur í samtali við mbl.is.

Hún slær á létta strengi, ánægð með árangur feðginanna. „Ég mun leita mikið til hans og hann til mín. Hann hefur gríðarlega langa reynslu af sveitarstjórnarmálum og samskiptum við stjórnvöld.“

Ásthildur bendir þó á að margt hafi breyst á 25 árum, frá því að faðir hennar gegndi síðast hlutverki bæjarstjóra. Hún hefur aftur á móti verið bæjarstjóri í Vesturbyggð síðastliðin fjögur ár. „Ég er því komin með talsverða þekkingu á nútíma stjórnsýslu,“ segir Ásthildur.

Fjörðurinn skilur feðginin að

Breiðafjörðurinn mun skilja feðginin að. „Það verður gaman að endurnýja almennilega kynnin við sveitastjórn í Stykkishólmi. Ég held að þetta verði til að efla samstarf yfir Breiðafjörðinn,“ segir Ásthildur.

Sturla tók við sem bæjarstjóri í Stykkishólmi árið 1974, sama ár og Ásthildur fæddist. „Pabbi spurði mömmu á sænginni hvort hún vildi flytja vestur og hún var tilbúin til þess og ég er því alin upp í þessu,“ segir Ásthildur.

Í Vest­ur­byggð var ekki kosið í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um á laugardaginn og var því listi sjálf­stæðismanna og óháðra sjálf­kjör­inn. Sturla var fjórði maður á H-lista Fram­fara­s­innaðra Hólm­ara.

Hann var sveit­ar­stjóri og síðar bæj­ar­stjóri á ár­un­um 1974 til 1991. Þá tók hann sæti á Alþingi fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn. Sam­kvæmt loka­töl­um í gær hlaut H-list­inn meiri­hluta at­kvæða, eða 56,7 pró­sent at­kvæða, og fjóra menn í bæj­ar­stjórn

Breiðafjörðurinn mun skilja feðginin að.
Breiðafjörðurinn mun skilja feðginin að. Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert