Spáði brotthvarfi Ólafs í gær

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. mbl.is/Árni Sæberg

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar um að bjóða sig ekki fram til embættis forseta Íslands vera góða.

„Ég spáði þessu reyndar í gær. Hann er búinn að vera lengi í embætti og ég held að þetta hafi verið viturlegt hjá honum,“ segir Katrín.

Hún bætir við að Ólafur hafi breytt embættinu mikið og gert það pólitískara. „Hans verður örugglega minnst, sérstaklega fyrir að beita málskotsréttinum og fyrir að gera þetta embætti pólitískara. Mér sýnist hann líka hafa nýtt embættið til að búa til ný verkefni,“ segir hún og á við Arctic Circle-ráðstefnuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert