Nauðsynlegt að forseti sitji ekki of lengi

Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður VG.
Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður VG. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég held að það sé nauðsynlegt og heilbrigt að það sitji enginn einn á valdastóli of lengi en það er hins vegar ekkert í lögum okkar sem bannar það,“ segir Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, í samtali við Morgunblaðið í dag varðandi þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar að bjóða sig fram til endurkjörs.

Spurð hvort hún teldi þá ástæðu til að endurskoða lögin hvað varðar lengd setu hvers forseta í embætti sagði hún að það væri eðlilegt. „Það væri eðlilegt að fara í gegnum þá umræðu og fá fram rök með því og á móti.“

Það kom Steinunni ekki á óvart að Ólafur Ragnar hygðist sækjast eftir því að halda áfram sem forseti. Minnti hún jafnframt á að þingræði væri í landinu og því ekki á ábyrgð forseta að landið yrði ekki stjórnlaust.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert