Margt breyst á skömmum tíma

Halla Tómasdóttir vill að Íslendingar lyfti sér upp úr þeim aðstæðum sem þeir eru í, horfi til framtíðar og byggi upp samfélag sem byggir á heiðarleika, réttlæti, virðingu og jafnrétti en hún er nú í framboði til embættis forseta Íslands.

Aðspurð hvort henni finnist ekki undarleg tilhugsun að nú sé hún að reyna að sannfæra þjóðina um að „fá að flytja“ en hún býr nú með fjölskyldu sinni í vesturbæ Kópavogs, segir hún börnin sín vera með áhugaverða lausn.

„Börnin mín komu með mjög góða hugmynd. Við eigum kajak hérna og þau sögðu að það væri bara hægt hægt að fara hérna á milli og við þurfum ekkert að flytja,“ svaraði Halla létt í bragði. „Við segjum það svona á léttu nótunum. En ég nú kannski fyrst og fremst að sannfæra þjóðina að við eigum að lyfta okkur upp úr þeim aðstæðum sem við erum í, horfa til framtíðar og byggja upp það samfélag sem ég ólst upp í sem er byggt á heiðarleika, réttlæti, virðingu og jafnrétti.“

Halla segir að margt í samfélaginu hafi breyst á skömmum tíma og ekki endilega til góðs. Sagði hún ákveðna þreytu yfir mörgu og væri það möguleg afleiðing af hruninu „þar sem traustið brást“.

Halla var framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands í eitt ár fyrir hrun. Aðspurð hvort sú tenging sé ekki bagaleg segir Halla að hún hafi vissulega tengst viðskiptalífinu en alltaf á grundvelli góðra gilda og alltaf unnið þar til þess að láta gott af sér leiða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert