Guðni leiðir í SV-kjördæmi

Fyrstu tölur úr suðvesturkjördæmi kl. 22.28.
Fyrstu tölur úr suðvesturkjördæmi kl. 22.28.

Fyrstu tölur hafa verið lesnar upp í Suðvesturkjördæmi en þar er búið að telja 27.300 atkvæði. Guðni Th. Jóhannesson leiðir með 10.750 atkvæði. Næst á eftir kemur Halla Tómasdóttir með 8.150 atkvæði. Þetta þýðir að Guðni er með 39,38% atkvæða í kjördæminu sem komið er og Halla með 29,85%. 

Davíð Oddsson er með 3.600 atkvæði, Andri Snær Magnason er með 3.300 atkvæði, Sturla Jónsson er með 950 atkvæði, Elísabet Jökulsdóttir er með 100 atkvæði, Ástþór Magnússon með 50 atkvæði, Guðrún Margrét Pálsdóttir er með 50 atkvæði og Hildur Þórðardóttir ekkert.

Auðir seðlar voru 250 og ógildir 100.

Stuðningsmenn Guðna hafa fagnað á Grand Hótel.
Stuðningsmenn Guðna hafa fagnað á Grand Hótel. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert