Meiri sveiflur en búist var við

Hjördís Smith (t.v.) og Þorgerður Anna Arnardóttir (t.h.).
Hjördís Smith (t.v.) og Þorgerður Anna Arnardóttir (t.h.). mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stuðningsmenn Guðna Th. Jóhannessonar forsetaframbjóðenda eru hissa á fyrstu tölum og segja þær koma sér á óvart. Í samtali við mbl.is segir Hjördís Smith, læknir og stuðningsmaður Guðna Th., og Þorgerður Anna Arnardóttir, sem situr í kosningastjórn Guðna Th., að sveiflurnar séu meiri frá skoðanakönnunum en þær höfðu gert ráð fyrir.

„Þær koma mér á óvart. Ég átti ekki von á svona miklum sveiflum,“ segir Hjördís. „En við skulum hafa í huga að það er ekki búið að telja nema mjög lítinn hluta,“ bætir hún við. 

Þær gera báðar ráð fyrir því að tölurnar úr Suðvesturkjördæmi endurspegli betur fylgi Guðna Th. í Reykjavíkurkjördæmunum en fyrstu tölur af landsbyggðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert