Andra í kjól og Davíð í korselett

Elísabet Jökulsdóttir ætlar aftur fram í næstu kosningum.
Elísabet Jökulsdóttir ætlar aftur fram í næstu kosningum. mbl.is/ Þórður Arnar Þórðarson

Elísabet Jökulsdóttir var umkringd vinum og vandamönnum á kosningavöku sinni sem hún heldur á heimili sínu við Framnesveg.

„Bíddu aðeins, Frakkland er að hringja, Hollande er að bjóða mér varaforsetann,“ kallaði Elísabet þegar blaðamann bar að garði. Hún telur að ef til vill hafi hún verið í framboði í röngu landi en það var kosningastjórinn hennar í Frakklandi sem var á hinum enda línunnar.

Elísabet var örlítið daufari í dálkinn en oft áður en hún hafði vonast eftir betra fylgi. „Já, það er meira lýðræði eftir því sem þú átt meiri pening,“ sagði Elísabet, en hún ætlar þó að halda ótrauð áfram. 

„Ég á enn margt eftir ósagt,“ segir Elísabet en hún hyggst gefa kost á sér á nýjan leik í næstu forsetakosningum 2020. Hún segir ferlið hafa verið mjög skemmtilegt og er staðráðin í að ná 18 konum á Bessastaði og er þegar byrjuð að safna liði. 

Hún segist ekki hafa boðið kvenkyns mótframbjóðendum sínum að vera meðal kvennanna 18 en sagðist glöð vilja fá Andra Snæ með sér í lið, væri hann tilbúinn að vera í kjól. „Og Davíð, ef hann vill vera í korseletti.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert