„Betra að leggja í púkk“

Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, …
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, fara til fundar við Bjarna Benediktsson í Ráðherrabústaðnum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, eru mættir til fundar við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, í Ráðherrabústaðnum. Benedikt og Óttarr mættu saman til fundar við Bjarna, en flokkarnir hafa myndað með sér bandalag í mögulegum stjórnarmyndunarviðræðum.

„Við ætlum að hafa samflot í þessum viðræðum, við erum búnir að tala saman og sjáum það að áherslur okkar eru það líkar að það væri betra að leggja bara saman í púkk,“ sagði Benedikt þegar hann mætti á fundinn.

„Það er alltaf gott að hittast og tala saman. Eins og Benedikt sagði; okkur finnst gott að frjálslyndar miðjuáherslur séu sterkar, það er niðurstaða kosninganna og þess vegna komum við saman,“ sagði þá Óttarr áður en þeir gengu inn á fundinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert