Óvissa um ógildingu

Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ásamt Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra.
Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ásamt Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Landskjörstjórn tilkynnti í gær að ekki hafi borist staðfesting á því að meðferð kjörgagna hafi verið fullnægjandi í Norðvesturkjördæmi og hefur stjórnin vísað því til Alþingis að meta hvort næg ástæða er til þess að ógilda kosninguna.

Hins vegar sé staðan sú að málið verður ekki tekið fyrir af kjörbréfanefnd Alþingis fyrr en kæra berst nefndinni. Fyrst þarf þó að skipa nefndina sem er gert á fyrsta starfsdegi nýs þings.

„Fyrst þarf þingið að fá kjörbréf, án þeirra hefur enginn heimild til að gera neitt,“ svarar Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, um næstu skref. Hann segir samkvæmt venju þing kallað saman eftir að gengið hafi verið frá ríkisstjórnarmyndun, en ekkert sé því til fyrirstöðu að það verði fyrr. „Ég man ekki til þess að komið hafi álitamál af þessum toga á borð kjörbréfanefndar,“ segir Birgir.

Píratar hafa haft uppi kröfu um að kosið verði á nýjan leik og hefur Karl Gauti Hjaltason, sem féll af þingi eftir endurtalningu, kært framkvæmd kosninganna til lögreglu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert