Bakki og framkvæmdir þar

Iðnaðarsvæði er að rísa á Bakka við Húsavík.

Parhús fyrir starfsmenn

20.9. Fyrstu parhúsin sem verið er að reisa á Húsavík til að tryggja starfsmönnum kísilverksmiðju PCC á Bakka húsnæði eru langt komin í byggingu í Holtahverfi. Meira »

Ógildingarkröfu vegna Kröflulínu hafnað

4.4. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Landverndar og Fjöreggs um að ógilda ákvörðun sveitarstjórnar Skútustaðahrepps um framkvæmdaleyfi fyrir Landsnet til að leggja Kröflulínu 4. Meira »

Stefna umhverfisráðherra

29.11. Umhverfisverndarsamtökin Fjöregg í Mývatnssveit og Landvernd hafa stefnt umhverfisráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins vegna vanefnda á að friðlýsa ákveðin svæði í Skútustaðahreppi. Meira »

Siðferðisleg skylda til að bíða úrskurða

25.11. Framkvæmdastjóri Landverndar segir það vonbrigði að rask sem varð til við framkvæmdir við Kröflulínu 4 á forsendum framkvæmdaleyfis sem síðar var fellt úr gildi hafi orðið til þess að úrskurðarnefnd hafnaði að stöðva framkvæmdirnar. Framkvæmdaaðilum beri siðferðisleg skylda til að bíða úrskurða. Meira »

Önnur kæra vegna Kröflulínu 4

21.11. Náttúruverndarsamtökin Landvernd og Fjöregg hafa lagt fram kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í annað sinn vegna framkvæmdaleyfis fyrir Kröflulínu 4 sem Skútustaðahreppur veitti Landsneti í lok október. Meira »

Ákvörðunar að vænta á næstu dögum

29.10. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði kröfu Landverndar um að framkvæmdaleyfi Þingeyjarsveitar fyrir Kröfulínu 4 yrði fellt úr gildi. Snorri Baldursson, formaður Landverndar, segir að enn hafi ekki verið tekin ákvörðun um hvort Landvernd muni kæra ákvörðun nefndarinnar eða ekki. Meira »

Felldi framkvæmdaleyfi Þeistareykjalínu

27.10. Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála hafnar kröfu Landverndar um að framkvæmdaleyfi Þingeyjasveitar fyrir Kröflulínu 4 verði fellt úr gildi, en fellst á ákæru samtakanna varðandi Þeistareykjalínu og fellir nefndin því framkvæmdaleyfi Landnets fyrir línuna úr gildi. Meira »

Framkvæmdaleyfi stendur

20.10.2016 Ekki eru þeir ágallar á útgáfu Sveitarfélagsins Norðurþings á framkvæmdaleyfi til handa Landsneti vegna Þeistareykjalínu 1 að ástæða sé til að ógilda ákvörðunina. Meira »

Verða að umhverfismeta jarðstrengi

13.10.2016 Leggja þarf mat á umhverfisáhrif lagningar jarðstrengja fyrir Bakkalínu og Skútustaðahreppi er ekki stætt á að afgreiða framkvæmdaleyfi fyrr, að mati framkvæmdastjóra Landverndar. Afleiðingar úrskurðar sem felldi framkvæmdaleyfi úr gildi séu ekki eins einfaldar og haldið er fram. Meira »

Frumvarp um raflínur lagt til hliðar

12.10.2016 Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun „að leggja til hliðar“ frumvarp um raflínur að Bakka. Þetta er gert að höfðu samráði við sveitarfélögin sem hlut eiga að máli. Meira »

Úrskurðurinn fordæmisgefandi

11.10.2016 Landvernd telur úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að ógilda framkvæmdaleyfi Skútustaðahrepps fyrir Kröflulínu 4 vera fordæmisgefandi. Niðurstaðan feli einnig í sér viðurkenningu á gildi náttúruverndarsjónarmiða við ákvarðanir stjórnvalda að því er segir í fréttatilkynningu. Meira »

Óvissa um sérlögin vegna Bakka

11.10.2016 Ekki liggur fyrir hvort það borgar sig að halda frumvarpinu um heim­ild fyr­ir Landsnet til að reisa og reka raflín­ur milli Þeistareykja­virkj­un­ar og iðnaðarsvæðis­ins á Bakka til streitu, að sögn Ragnheiðar Ríkharðsdóttur þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Meira »

„Fullkomlega óeðlileg staða“

11.10.2016 „Uppi er algjör óvissa um hvernig hægt sé að klára þetta heildarverkefni sem búið er að stofna til. Þetta er fullkomlega óeðlileg staða enda miklar innviðaframkvæmdir langt komnar og á sama tíma er ekki hægt að tengjast við rafmagn.“ Meira »

Stjórnvöld ætlað að láta teyma sig

10.10.2016 „Þetta náttúrlega styður okkar málflutning um það að þarna hafi ekki verið leitað allra leiða til að fara sem umhverfisvænstu leiðina, þannig að það er ánægjulegt að það mat okkar sé stutt af úrskurði nefndarinnar,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar. Meira »

Ráðuneytið treysti Logos

5.10.2016 Atvinnuvegaráðuneytið treysti lögmannsstofunni Logos til að vinna lögfræðiálit um lögmæti lagasetningar um raflínur til Bakka faglega án þess að láta fyrri verkefni fyrir Landsnet hafa áhrif. Í skriflegu svari iðnaðarráðherra kemur fram að lagasetningin sé ekki til að tryggja hagsmuni Landsnets. Meira »

Landvernd stefnir Landsneti

8.5. Landvernd hefur stefnt Landsneti vegna háspennulínu frá Kröfluvirkjun norður að Þeistareykjum. Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur fallist á flýtimeðferð vegna málsins. Framkvæmdir hafa ekki verið stöðvaðar. Meira »

Krefjast aðildar að máli Fjöreggs og Landverndar gegn umhverfisráðherra

13.12. Eigendur 67% lands Reykjahlíðar í Mývatnssveit vilja að máli Fjöreggs og Landverndar gegn ríkinu verði vísað frá dómi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá eigendunum fimm. Þeir hafa krafist þess að fá aðild að málinu, sem Fjöregg og Landvernd höfuðu gegn umhverfis- og auðlindaráðherra. Meira »

Telja áhrif ógildingar lítil eða engin

26.11. Í úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá því á fimmtudaginn er fyrirvari um að það sé á ábyrgð Landsnets að halda framkvæmdum áfram meðan úrskurður um framkvæmdaleyfið sjálft er ekki fallinn. Landsnet telur möguleg áhrif af slíkri ógildingu þó vera engin eða mjög óverulega. Meira »

Hafna stöðvunarkröfu Landverndar

24.11. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Landverndar um að stöðva framkvæmdir Landsnets við byggingu Kröflulínu 4 í landi Skútustaðahrepps. Þetta er niðurstaða nefndarinnar eftir fund sinn í dag. Meira »

Nýtt leyfi fyrir Þeistareykjalínu 1

11.11. Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur falið skipulags- og byggingafulltrúa að gefa út nýtt framkvæmdaleyfi fyrir Þeistareykjalínu 1. Meira »

Borgin synjar íbúum Brynju enn um bætur

28.10. Leigjendur hjá Brynju, hússjóð Öryrkjabandalagsins, fá ekki greiddar sérstakar húsaleigubætur frá Reykjavíkurborg þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi í sumar úrskurðað að borginni væri óheimilt að synja leigjendum Brynju um bæturnar. Meira »

Landvernd getur kært í annað sinn

27.10. Landvernd er að bíða eftir gögnum frá Skútustaðahreppi vegna nýs framkvæmdaleyfis fyrir Kröflulínu 4. Eftir að gögnin hafa verið skoðuð munu samtökin ákveða hvort kæra verður lögð fram í annað sinn vegna leyfisins. Meira »

Heimilar eignarnám vegna Kröflulínu

14.10.2016 Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur heimilað Landsneti að framkvæma eignarnám á tilteknum landsréttindum í óskiptu landi jarðarinnar Reykjahlíðar vegna lagningar Kröflulínu 4 og 5. Háspennulínurnar liggja frá Kröflu að Þeistareykjum og þaðan að iðnaðarsvæðinu á Bakka við Húsavík. Meira »

Undirbúa ný framkvæmdaleyfi

13.10.2016 Skútustaðahreppur hefur ákveðið að taka umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi til að reisa Kröflulínu 4 til umfjöllunar að nýju. Þar á að bæta úr þeim ágöllum sem urðu til þess að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála ákvað að fella fyrra framkvæmdaleyfi úr gildi. Meira »

Fleiri leiðir til skoðunar

12.10.2016 Stjórnvöld eru að skoða nokkrar leiðir til að eyða óvissunni sem skapast hefur um atvinnuuppbyggingu á Norðausturlandi vegna kæra og úrskurða um línulagnir frá Þeistareykjavirkjun. Meira »

Umhverfismat vegna Bakka í fullu gildi

11.10.2016 Landsnet segir úrskurð Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála staðfesta að umhverfismat vegna háspennulínu frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka sé í fullu gildi og því sé ekki þörf á nýju umhverfismati. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsneti. Meira »

Taldi ekki þörf á nýju áliti

11.10.2016 Umhverfisráðuneytið svaraði ekki beiðni umhverfisnefndar Alþingis um lögmæti raflína til Bakka vegna þess að Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra, taldi ekki þörf á nýju lögfræðiáliti. Svandís Svavarsdóttir gagnrýndi að ráðuneytið hefði ekki svarað efnislega á þingi í dag. Meira »

Segir úrskurðinn koma á óvart

10.10.2016 Yngvi Ragnar Kristjánsson, oddviti hreppsnefndar Skútustaðahrepps, segir að úrskurður úrsk­urðar­nefndar um­hverf­is- og auðlinda­mála komi nokkuð á óvart. Í dag felldi úrskurðarnefndin úr gildi ákvörðun Skútustaðahrepps um veit­ingu fram­kvæmda­leyf­is til Landsnets vegna Kröflu­línu 4. Meira »

„Ógeðfelldur málatilbúnaður“

10.10.2016 Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi það á Alþingi að umhverfisráðherra hafi hlutast til um það að atvinnuveganefnd Alþingis yrði ekki svarað efnislega að því er varðaði álitamál um raflínur að iðnaðarsvæðinu á Bakka. Róbert Marshall sagði málatilbúnaðinn „ógeðfelldan“. Meira »

Gagnrýnir aðkomu Logos að Bakkalínum

4.10.2016 Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, gagnrýndi harðlega að lögmannsstofa Landsnets hafi verið fengin til að veita ráðuneyti álit á því hvort lagasetning um raflínur til Bakka sé lögmæt eða ekki. Stjórnarþingmaður sagði passað upp á að störf lögmanna stofunnar sköruðust ekki. Meira »