Maður féll í Gullfoss

Staðfest að líkið var af Begadze

15.8. Staðfest hefur verið að líkið sem fannst á sunnudag á austurbakka Hvítár, neðan Brúarhlaða, sé af Georgíumanninum Nika Bega­dze, sem féll í Hvítá við Gull­foss fyrr í sum­ar. Þetta segir Odd­ur Árna­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Sel­fossi. Meira »

Erill hjá þyrlum Gæslunnar í gær

30.7. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, sótti í gærkvöldi veikan skipverja um borð í erlendan togara í grænlenskri lögsögu. Þyrlan kom við á Ísafirði til að taka eldsneyti en þar sem um langa vegalengd var að ræða var TF-LÍF höfð reiðubúin til taks á Reykjavíkurflugvelli. Meira »

Leitinni að Begades hætt í bili

23.7. Leitinni að Georgíumanninum Nika Begades, sem er talinn af eftir að hafa fallið í Gullfoss á miðvikudag, er lokið. Búið er að kemba um 30 kílómetra í og meðfram Hvítá frá fossinum en leitin hefur ekki borið árangur. Meira »

Hælisleitendur voru á útkikki

22.7. Um fimmtíu manna hópur sérhæfðra björgunarsveitarmanna mun halda áfram leit að Georgíumanninum Nika Bega­des í dag. Fjörutíu manna hópur frá Georgíu sótti um hæli á Íslandi í júní. Meira »

Björgunarsveitarmenn í háska í Hvítá

21.7. Þrír björgunarsveitarmenn lentu í háska við Bræðratungubrú í Hvítá í dag eftir að bátur þeirra varð vélarvana. Hending réð því að aðrir nærstaddir björgunarsveitarmenn athuguðu með hópinn og sáu þá þrjá björgunarsveitarmenn fasta við net undir Bræðratungubrú. Meira »

Dregið úr leit að manni við Gullfoss

20.7. Leit að manninum sem fór í Gullfoss í gær er lokið í dag og eru síðustu hóparnir að klára sín verkefni að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi. Verið er að funda um næstu skref en ljóst er að dregið verður úr leitinni strax á morgun. Meira »

Ólíklegt að maðurinn sé erlendur ferðamaður

20.7. Ólíklegt er að maðurinn sem féll í Gullfoss í gær sé erlendur ferðamaður, samkvæmt vísbendingum sem lögregla er að skoða. Þetta staðfest­ir Sveinn Kristján Rún­ars­son yf­ir­lög­regluþjónn í sam­tali við mbl.is. Meira »

Búið að kemba átta kílómetra svæði

19.7. Björgunarsveitirnar hafa nú leitað á um það bil átta kílómetra svæði, eða frá Gullfossi að Brú­ar­hlöðum, efsta hluta Hvítár­gljúf­urs, að manni sem féll í fossinn á fimmta tímanum í dag. Leit verður haldið áfram til miðnættis þegar staðan verður metin að nýju. Meira »

„Leitað með ráðum og dáð“

19.7. Á annað hundrað björgunarsveitarmenn leita nú að manni sem féll í Gullfoss um klukkan fimm í dag. Um er að ræða kafara, sérhæft fólk í straumvatnsbjörgun og drónahópa og göngufólk er einnig byrjað að ganga meðfram árbakkanum. Meira »

Líkfundur í Hvítá

13.8. Í leitarflugi Landhelgisgæslu með björgunarsveitarmönnum Eyvindar á Flúðum í dag fannst lík af karlmanni á austurbakka Hvítár, neðan Brúarhlaða. Sterkar líkur eru á því að líkið sé af Nika Begadze, sem féll í Hvítá við Gullfoss fyrr í sumar. Líkið hefur verið flutt til rannsóknar á Rannsóknarstofu Háskólans. Meira »

Litast áfram um eftir Begades

25.7. Georgíumaðurinn Nika Begades sem féll í Gullfoss í síðustu viku hefur ekki enn fundist. Formlegri leit að honum var hætt um sinn á laugardaginn var og segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, að framhaldið verði skoðað einhverntímann í næstu viku. Meira »

Leitinni frestað um sinn

22.7. Áfram var leitað í dag að Georgíumanninum Nika Begades, sem féll í Gullfoss á miðvikudag. Leitarsvæðið á ánni var stækkað til muna í dag og var leitað frá Laugarási og vel upp fyrir Brattholt. Meira »

Hverfandi líkur á að finna Begades

21.7. Tíu björgunarsveitarmenn leituðu að Nika Begades í Hvítá í dag. Drónar hafa verið nýttir við leitina og þá eru net sem búið er að koma fyrir í ánni vöktuð. Eftir því sem lengra líður frá því að Begades féll í ána við Gullfoss minnka líkurnar á að hann finnist að sögn yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. Meira »

Nafn mannsins sem lést í Gullfossi

21.7. Maðurinn sem lést í Gullfossi á miðvikudag og leitað hefur verið að undanfarna tvo daga hét Nika Begades. Hann var 22 ára frá Georgíu, búsettur í Reykjanesbæ og hafði stöðu hælisleitanda hér á landi. Hann var einhleypur og barnlaus. Meira »

Segja ána erfiða viðureignar

20.7. Um 60 björgunarsveitarmenn taka þátt í leit að manninum sem féll í Gullfoss í gær. Búið er að koma fyrir neti við Bræðratungubrú og er notast við dróna, kajakbáta og svifnökkva við leitina. Meira »

Lögreglan hefur vísbendingar um manninn

19.7. Ekki er enn búið að staðfesta hver maðurinn er sem féll í Gullfoss fyrr í dag en lögreglan segist hafa ákveðnar vísbendingar um það og skoði þær nú. Er sérstaklega horft til bíls á bílastæðinu við Gullfoss sem talið er að maðurinn hafi komið í. Meira »

Skoða yfirgefinn bíl við Gullfoss

19.7. Maðurinn sem féll í Gullfoss í dag virðist hafa verið einn á ferð, en það hefur enginn gefið sig fram sem saknar hans. Þá er ekki vitað hverrar þjóðar hann er eða á hvaða aldursbili hann gæti verið. Meira »

Ferðamaður féll í Gullfoss

19.7. Ferðamaður féll í Gullfoss nú rétt fyrir klukkan fimm í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar, lögregla og björgunarlið er komið á staðinn eða á leiðinni. Leit stendur yfir að manninum. Meira »