Ók tjónlaust í 62 ár

Áttræð kona í Suður-Afríku hefur verið sæmd heiðursnafnbótinni „Skínandi fyrirmynd“ fyrir að hafa ekið tjónlaust í 62 ár. Það þykir mikið afrek, ekki síst í ljósi slæmrar umferðarmenningar í landinu, en um 40 látast þar í bílslysum á degi hverjum.

Ökumaðurinn roskni, Hazel Souma, fékk afhenda viðurkenningu frá samgöngumálaráðherra landsins, Sbusiso Ndebele sem sagði hana vera einstaka fyrirmynd landsmanna.

Á fimmta tug látast í bílslysum í landinu á hverjum degi og að auki eru umferðarsektir afar tíðar, en meira en sex milljónir manna voru sektaðir fyrir ýmis umferðarlagabrot á síðasta ári og meira en 21 þúsund manns teknir fyrir ölvunarakstur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert