Rússi fann G-blettinn

Rússneskur kvensjúkdómalæknir fullyrðir að hann hafi fundið G-blettinn.
Rússneskur kvensjúkdómalæknir fullyrðir að hann hafi fundið G-blettinn. mbl.is

Krufning á líki aldraðrar konu hefur leitt í ljós allan sannleika um hinn dularfulla G-blett, en hann mun vera á stærð við vínber. Það var rússneskur kvensjúkdómalæknir sem gerði þessa uppgötvun og sagt er frá henni í læknatímaritinu  The Journal of Sexual Medicine.

Löngum hefur staðið styr um tilvist blettsins.

Læknirinn, Adam Ostrzenski, sem starfar sem kvensjúkdómalæknir í St. Pétursborg, rannsakaði kynfæri konunnar og í leggöngum hennar var blettinn að finna og var hann upphleyptur, rúmir átta millimetrar á lengd og á fjórða millimetra á breidd.

Undir blettinum er þykkt lag bandvefja, svipað þeim sem láta körlum rísa hold.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert