Bananabrauð með trönuberjum, möndlum og kókos

Gargandi gott bananabrauð.
Gargandi gott bananabrauð. mbl.is/Columbus Leth

Innihaldslýsingin ein og sér er svo girnileg að við þurfum næstum ekki neitt meira. Þetta safaríka brauð er það besta sem þú getur boðið upp á í helgarbrönsinum. Hér er notast við 4 lítil bökunarform en ef þú átt ekki slík, þá má vel nota eitt stórt en þá breytist bökunartíminn í 50 mínútur.

Bananabrauð með trönuberjum, möndlum og kókos

  • 125 g smjör
  • 175 g sykur
  • 2 egg
  • 3 þroskaðir bananar
  • 100 g sólþurrkuð trönuber
  • 150 g hveiti
  • 150 g kókosmjöl
  • 2 tsk. kanill
  • 2 tsk. lyftiduft
  • 100 g möndlur
  • Kókosflögur til skreytingar

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 175°.
  2. Pískið smjör og sykur saman. Pískið eggin út í eitt í einu.
  3. Maukið bananana og blandið þeim út í deigið og bætið trönuberjunum út í.
  4. Blandið hveiti, kókosmjöli, kanil og lyftidufti í aðra skál. Hakkið möndlurnar gróflega og blandið þeim út í hveitiblönduna. Blandið hveiti blöndunni út í deigið.
  5. Smyrjið 4 lítil bökunarform (eða 1 stórt bökunarform) hellið deiginu í. Stráið kókosflögum yfir og bakið í ofni í 25-30 mínútur (bakið í 50 mínútur ef deigið fer í stórt form). Stingið í með prjóni til að athuga hvort brauðið sé tilbúið.
  6. Leyfið aðeins að kólna áður en borið er fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert