Kjúklinga-quesadilla sem tekur enga stund að gera

Ljósmynd/Old El Paso
Hér erum við með uppskrift sem getur varla talist uppskrift því hún er svo einföld og fljótleg. Engu að síður er þetta góður og gjaldgengur kvöldverður og í miklu uppáhaldi á flestum heimilum — meðal annars mínu. Það er misjafnt hvað sett er á milli. Í þessari uppskrift er bara kjúklingur, sósa og ostur en gott er að bæta fersku grænmeti við og skora þá rauðlaukurinn, paprikan og tómatar hæst.
Kjúklinga-quesadilla sem tekur enga stund að gera
  • 200 g sous vide eldaðar kjúklingabringur frá Ali
  • 1/2 bolli Old El Paso salsa-sósa
  • 1 pk. tortillapönnukökur (inniheldur 8 stk.)
  • 2 bollar rifinn ostur
  • 1/4 bolli sýrður rjómi
Rífið kjúklinginn niður (eða skerið)
Blandið saman kjúklingnum og salsa-sósunni.
Raðið kjúklingnum á pönnukökuna (og grænmetinu ef þið vijið það) og sáldrið ostinum yfir.
Hér eru tvær aðferðir í boði. Annars vegar að gera tortilla-samloku þar sem þið leggið aðra pönnuköku yfir, hitið þannig í ofninum og takið síðan út og skerið niður.
Hin aðferðin er að brjóta tortilla-pönnukökuna í tvennt og hita í samlokugrilli (ef það er rifflað). Mörgum finnst þetta skemmtilegri aðferð.
Berið fram með sýrðum rjóma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert