Dásamlegur kvöldverður að hætti Nigellu

Nigella Lawson.
Nigella Lawson.

Þessi dásemd kemur úr smiðju Nigellu Lawson sem fer fögrum orðum um uppskriftina enda lamb í miklu uppáhaldi hjá henni.

Hér erum við að tala um kótilettur sem Nigella fullyrðir að smakkist jafn vel heitar sem kaldar. Hjúpurinn er búinn til úr brauðmylsnu og parmesan-osti og útkoman er einstaklega krispí og fáránlega bragðgóð.

Krispí kótilettur Nigellu

Fyrir fjóra

  • 10 lambakótilettur (með beini)
  • 175 g brauðmylsna
  • 10 g rifinn parmesan-ostur
  • 2 stór egg, pískuð saman við salt og pipar
  • salt
  • pipar
  • ólífuolía (til að steikja)

Aðferð:

  1. Snyrtið kjötið og leggið á plastfilmu. Setjið plastfilmu yfir kjötið og lemjið vel með kjöthamri eða kökukefli.
  2. Blandið brauðmylsnunni og parmesan-ostinum saman við eggin. Hitið olíu á pönnu og hafið nóg af olíu – eða um 1 sm á dýpt.
  3. Dýfið kótilettunum í eggjablönduna og steikið í um það bil þrjár mínútur á hvorri hlið uns gullinbrúnt.
Ljósmynd/Nigella-Petrina Tinslay
Ljósmynd/Nigella-Petrina Tinslay
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert