Blái hnötturinn í íslenskri leikstjórn í London

Jón Gunnar Þórðarson
Jón Gunnar Þórðarson mbl.is/Eggert

Ungur íslenskur leikstjóri, Jón Gunnar Þórðarson, mun leikstýra Bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason í London og gengið hefur verið frá samningi um að frumsýna leikritið á föstudaginn langa á næsta ári í Cochrane Theatre.

Jón Gunnar útskrifast í sumar með BA-gráðu í leikstjórn frá Drama Centre London en þrátt fyrir að hafa ekki lokið námi er hann með mörg járn í eldinum.

Upphafið að sýningunni má rekja til verkefnis í lok síðasta skólaárs Jóns Gunnars þar sem hann átti að leiðbeina leikurum í leiklestri á einhverju verki sem aldrei hefði verið sett upp í Bretlandi. Á leiklesturinn bauð hann leikhúsframleiðendum og umboðsmönnum og vakti tiltækið áhuga. Til stendur að sýna verkið í sex vikur og ferðast síðan með það um helstu borgir Englands. „Þetta er verk með ádeilu,“ segir Jón Gunnar. „Það vekur vonandi fólk til umhugsunar, en það er einmitt þannig leikhús sem ég vil búa til.“

Sjá nánar í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg