Lá við flugslysi

Farþegaþota þýska flugfélagsins Lufthansa lenti í vindhviðu í lendingu í Hamborg á laugardaginn, með þeim afleiðingum að annar vængur vélarinnar straukst við flugbrautina uns flugstjóranum tókst að ná vélinni upp aftur, að því er flugfélagið greindi frá í dag.

Talsmaður Lufthansa sagði að vindhviðan sem þotan lenti í hafi mælst 69 m/s. Vinstri vængur vélarinnar straukst við flugbrautina andartak, en talsmaðurinn sagði að flugstjórinn hefði brugðist hárrétt við og náð að rétta vélina af, taka í loftið á ný og hefja aðflug að nýju. Lenti þá vélin heilu og höldnu.

Þotan er af gerðinni Airbus A320. Um borð var 131 farþegi. Vélin var að koma frá München. Ekki urðu miklar skemmdir á henni og var viðgerð lokið samdægurs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert