Barnið skilið eftir í eldhúsinu

Bresk móðir á fangelsisdóm yfir höfði sér eftir að í ljós kom að hún skildi tveggja ára barn sitt eitt heima um helgi á meðal hún fór út að skemmta sér. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.

Barnið var lokað inni í eldhúsi heimilisins þar sem það þurfti að leita í rusli á gólfinu að mat. Upp komst um aðstæður barnsins er vatn úr eldhúsvaskinum flæddi út á gólf og inn í íbúð á neðri hæð hússins.

Lögreglumenn sem brutust inn í íbúðina fundu barnið, sem er drengur, þar sem hann stóð í vatni upp í ökkla en hann hafði þá verið innilokað í eldhúsinu í þrjá sólarhringa. Hann reyndist mjög kaldur og svangur.

 Móðir drengsins Kelly Tollerton, sem er 22 ára, segist hafa verið úti á lífinu með fertugum kærasta sínum og að barnfóstra hafi svikið sig. Lögregla segir hins vegar ekkert styðja þær fullyrðingar hennar að von hafi verið á barnfóstru í húsið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert