Frakkar vilja frankann aftur

Frakkar vilja frankann aftur.
Frakkar vilja frankann aftur.

Frakkar fyllast fortíðarþrá í vaxandi mæli gagnvart frankanum sem vék fyrir evru í janúar 2002. Nú segjast tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja að hann verði tekin í notkun á ný. 

Þetta er niðurstaða könnunar sem gerð var fyrir vikuritið Paris Match. Samkvæmt henni vilja 69% Frakka að evrunni verði varpað fyrir róða og frankinn tekinn aftur upp. Sögðust 47% sakna frankans „verulega“.

Hér er um viðhorfsbreytingu að ræða því þegar evran var tekin í notkun í ársbyrjun 202 sögðust einungis 39% sjá á eftir frankanum. Það hlutfall hafði hins vegar aukist í 61% þremur árum seinna, 2005.

Mest saknar frankans láglaunafólk og launþegar með minnstu menntunina. Þessar stéttir hafa orðið harðast úti í kreppunni og í hugum þeirra er frankinn tákn um farsæld sem ríkti á árunum áður en evran var tekin upp.


20 franka peningur.
20 franka peningur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert