Árásarmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald

Abderra­hm­an Mechkah var yfirheyrður frá sjúkrahúsi í morgun.
Abderra­hm­an Mechkah var yfirheyrður frá sjúkrahúsi í morgun. AFP

Finnskur dómstóll úrskurðaði fyrr í dag Abderra­hm­an Mechkah í tveggja mánaða gæsluvarðhald. Hann stakk tvo til bana og særði átta í Tur­ku í síðustu viku.

Mechkah er 18 ára gamall en áður hefur komið fram að hann er hælisleitandi frá Mar­okkó en hann kom til Finnlands á síðasta ári. Málið er rannsakað sem fyrsta hryðjuverkaárásin í Finnlandi.

Árásin beindist sérstaklega gegn konum en Mechkah réðst gegn þeim á markaðstorgi í Turku á föstudaginn. Árásarmaðurinn dvelur á sjúkrahúsi eftir að hafa verið skotinn í fótinn af lögreglu en hann kom fyrir dómara í gegnum myndsíma.

Mechkah stakk tvo til bana í Turku á föstudag.
Mechkah stakk tvo til bana í Turku á föstudag. AFP

Mest öll yfirheyrslan fór fram bak við luktar dyr en myndir sem ljósmyndarar tóku við upphaf yfirheyrslunnar sýna hinn grunaða liggjandi í sjúkrarúmi.

Jafn­framt verður farið fram á gæslu­v­arðhald yfir fjór­um öðrum mönn­um frá Mar­okkó sem voru hand­tekn­ir nokkr­um klukku­stund­um eft­ir árás­ina. Þeir voru hand­tekn­ir við hús­leit í fjöl­býl­is­húsi í Túrkú og í miðstöð fyr­ir flótta­fólk. Þeir eru grunaðir um aðild að árás­inni. All­ir neita sök.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert