Fundu fibronil í pastaverskmiðju

Ítalska lögreglan greindi frá því í dag að hún hefði …
Ítalska lögreglan greindi frá því í dag að hún hefði lagt hald á 92.000 egg og 26.000 hænsnfugla við rannsókn á eggjahneykslinu. mbl.is/

Ítalska lögreglan greindi frá því í dag að hún hefði lagt hald á 92.000 egg og 26.000 hænsnfugla við rannsókn á eggjahneykslinu sem komið hefur upp í nokkrum ríkjum Evrópusambandsins.

AFP-fréttastofan segir að af þeim 250 sýnum sem tekin voru hjá búvöruframleiðendum víða á Ítalíu hafi tvö sýni innihaldið skordýraeitrið fipronil. Annað jákvæða sýnið kom frá bóndabæ í Viterbo héraði, í nágrenni Rómar, og hitt frá pastaframleiðanda í Macerata á miðhluta Ítalíu.

Áður hafði ítalska heilbrigðisráðuneytið greint frá því að fipronil hefði greinst í tveimur eggjaprufum, annars vegar frá Róm og hins vegar frá dreifingamiðstöð í Ancona sem er við strönd Adríahafs.

Þá hafa aukin heldur frosnar ommilettur frá þýsku fyrirtæki verið teknar úr sölu í Mílanó, eftir að fibronil fannst í vörunni.

Fibronil er skordýraeitur sem er notað gegn rauðum hænsnamítlum. Það er hins vegar á bannlista í ríkjum ESB þar sem það getur reynst mönnum skaðlegt. Það hefur nú fundist í eggjum í 17 ríkjum ESB frá því fyrst var greint frá málinu í byrjun ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert