Studdu við bakið á May vegna Brexit

Theresa May.
Theresa May. AFP

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fékk stuðning frá þungavigtarmönnum sem eru hliðhollir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu innan ríkisstjórnarinnar í dag.

Eftir stormasaman gærdag þar sem fjórir ráðherrar sögðu af sér embætti, þingmenn gagnrýndu samningsdrögin vegna Brexit og samherjar hennar úr Íhaldsflokknum, sem hafa haft efasemdir um veru Breta í ESB, lögðu á ráðin um að koma henni úr embætti, hlaut May lykilstuðning frá helstu stuðningsmönnum Brexit innan ríkisstjórnarinnar í dag.

Öll spjót beindust að ráðherrann Michael Gove, sem greiddi atkvæði með Brexit árið 2016, sem hafði haft hægt um sig í gær á sama tíma og samstarfsmenn hans í ríkisstjórninni hættu hver á fætur öðrum. Spurður í dag hvort hann stæði við bakið á May sagði hann: „Engin spurning. Það er mjög mikilvægt að við einbeitum okkur að því að ná réttum samningi með framtíðina í huga.“

Liam Fox á leið frá Downingstræti 10 á miðvikudag.
Liam Fox á leið frá Downingstræti 10 á miðvikudag. AFP

Margir fjölmiðlar greindu frá því að Grove hefði hafnað tilboði um að taka við starfi Dominic Raab sem Brexit-ráðherra eftir að Raab sagði af sér. Óttast var að sú afsögn gæti valdið hruni bresku ríkisstjórnarinnar.

Liam Fox, ráðherra alþjóðaviðskipta, sem hefur verið dyggur stuðningsmaður Brexit, hefur einnig stutt May og samninginn. „Samningur er betri en enginn. Fyrirtæki geta ekki lifað í óvissu,“ sagði Fox. „Núna þurfum við á stöðugleika að halda.“.

Theresa May tjáði sig einnig um málið í útvarpsviðtali í dag. „Ég er sannfærð um að þetta sé besti samningurinn fyrir Bretland,“ sagði hún og bætti við að henni þætti leitt að ráðherrar, þar á meðal Raab, hefðu tilkynnt henni um afsögn sína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert