Lögreglumennirnir ákærðir

Yfir 100 lögreglumenn, slökkviliðsmenn og aðrir stuðningsmenn tveggja lögreglumanna komu saman fyrir utan dómshúsið í Buffalo í dag til að mótmæla því að þeir voru ákærðir fyrir að stugga harkalega við 75 ára gömlum mótmælenda í borginni.

Lögreglumennirnir Aaron Torgalski og Robert McCabe, báðir á fertugsaldri, eru ákærðir fyrir líkamsársás en báðir neituðu sök. Þeir voru látnir lausir að lokinni fyrirtöku í dag. 

Frétt New York Times

Myndskeið sem sýnir mennina ýta við manninum á fimmtudagskvöldið þar sem hann mótmælti ásamt fleirum fyrir utan ráðhús borgarinnar. 

Maðurinn, Martin Gugino, tilheyrir Western New York Peace Center sem tók þátt í friðsamlegum mótmælum í kjölfar dráps lögreglumanns á George Floyd. Á myndskeiðinu sést þar sem Gugino fellur aftur fyrir sig og skellur harkalega á götuna. Blóð úr höfði hans sést greinilega á upptökunni.

Lögreglumönnum var vikið úr starfi og án launa sem vakti mikla reiði meðal lögreglumanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert