Spánverjar ætla að banna reykingar

Spánverjar ætla að banna reykingar árið 2006.
Spánverjar ætla að banna reykingar árið 2006. mbl.is/Árni Sæberg

Spánverjar ætla að banna reykingar á almennum vinnustöðum og á almannafæri innanhúss, að því er spænska heilbrigðisráðuneytið greindi frá í dag. Bannið á að taka gildi 1. janúar árið 2006. Leyft verður á reykja á afmörkuðum svæðum í veitingahúsum. Spánverjar er ein mesta reykingaþjóð Evrópu og talið að 34% Spánverja, sem eru eldri en 15 ára, reyki.

Spænsk yfirvöld ætla með þessum aðgerðum að fylgja öðrum Evrópuþjóðum eftir í baráttu sinni gegn reykingum, en lögin verða ekki sett á fyrr en eftir að minnsta kosti hálft ár.

Þá verður bannað að selja fólki undir 18 ára tóbak.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert