Á fjórða hundrað pílagrímar látnir í Sádi-Arabíu

Lík liggja á jörðinni í Mina í Sádi-Arabíu.
Lík liggja á jörðinni í Mina í Sádi-Arabíu. AP

Að minnsta kosti 345 manns létu lífið í troðningi sem varð þegar íslamskir pílagrímar tóku þátt í helgiathöfn í Mina í Sádi-Arabíu, skammt frá Mekka. Troðningurinn varð þegar pílagrímar hópuðust að steinsúlu til að kasta í hana steinum, en um er að ræða táknræna athöfn þar sem djöfullinn er grýttur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert