Framkvæmdastjórn ESB gagnrýnir hvalveiðar

Vísindamenn rannsaka hval er hann er hífður um borð í …
Vísindamenn rannsaka hval er hann er hífður um borð í hrefnubát undan vesturströnd Íslands. AP

Stavros Dimas, sem fer með umhverfismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, gagnrýndi hvalveiðar í ávarpi sem hann flutti á ráðherrafundi Norðursjávarráðstefnunnar í Gautaborg í Svíþjóð í síðustu viku.

Dimas sagði, að hann gerði sér grein fyrir því að hvalveiðar væru mikilvægar í nokkrum löndum af sögulegum og menningarlegum ástæðum. Hins vegar væri kominn tími til þess að viðurkenna, að ekki sé hægt að réttlæta hvalveiðar á slíkum forsendum. Sagði Dimas að mikill meirihluti ríkja, þar á meðal öll aðildarríki Evrópusambandsins, telji nú að ekki eigi að skilgreina sjávarspendýr sem nýtanlega auðlind og telji sér skylt að vernda þessi dýr af umhverfislegum og siðrænum ástæðum. Gert sé ráð fyrir slíkri verndun í umhverfis- og fiskveiðistefnu ESB.

Á ráðstefnunni var einkum fjallað um umhverfisáhrif frá siglingum og fiskveiðum í Norðursjó en fiskistofnar þar eru mjög á undanhaldi og sumir jafnvel taldir í útrýmingarhættu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK