Íransforseti segir Bush „einskis virði“ í samanburði við vilja Guðs

Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti brást í dag við hörðum orðum George W. Bush Bandaríkjaforseta og sagði hann „einskis virði“ í samanburði við vilja Guðs.

„Ég segi við [Bush]: Allur heimurinn hótar þér vegna þess að heimsbyggðin hefur almennt snúist til dýrkunar á Guði og almættinu,“ sagði Ahmadinejad.

„Þetta er stríður straumur og þú ert einskis virði í samanburði við vilja Guðs,“ bætti Íransforseti við.

Bush sagði í gær að leiðtogar Írans væru harðstjórar og jafn hættulegir og al-Qaeda. Þeir mættu alls ekki koma höndum yfir kjarnavopn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert