Ísland undir smásjá hátæknifyrirtækis

Frá Grundartanga
Frá Grundartanga Sverrir

Fulltrúar frá stórfyrirtækinu Dow Corning og dótturfélagi þess, Hemlock Semiconductor Corporation, heimsóttu Ísland í síðustu viku. Tilgangur heimsóknarinnar var að kanna kosti þess að reisa hér á landi stóra verksmiðju í hátækniiðnaði. Þykir Grundartangi ákjósanlegasti staðurinn, en um tíma var einnig rætt um Eyjafjörð og Þorlákshöfn. Virðast þeir staðsetningarkostir nú alveg út úr myndinni, að því er segir á vefnum hvalfjordur.is.

Um er að ræða gríðarlega orkufreka framleiðslu en afurð verksmiðjunnar er hreinn fjölkristalla kísilmálmur og er m.a. notaður í sólarafhlöður. Sömuleiðis er framleiðslan mjög plássfrek og því ljóst að umtalsvert landsvæði þyrfti undir verksmiðjuna.

Fulltrúar Dow Corning og Hemlock Semiconductor Corporation eru nú á ferðalögum víðs vegar um heim í þeim tilgangi að velja hentuga staðsetningu fyrir framleiðsluna. Í framhaldinu er reiknað með að fjórir eða fimm staðir verði teknir til nánari skoðunar en ákvörðunar um staðarval er ekki að vænta fyrr en einhvern tíma á næsta ári, að því er segir á hvalfjordur.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK