Einar Hólmgeirsson meiddist illa í baki

Einar Hólmgeirsson á fullri ferð í landsleik. Hann meiddist illa …
Einar Hólmgeirsson á fullri ferð í landsleik. Hann meiddist illa í baki í leik með Grosswallstadt um helgina. Brynjar Gauti

Handknattleiksmaðurinn Einar Hólmgeirsson meiddist illa í baki í kappleik með Grosswallstadt gegn Nordhorn í þýsku 1. deildinni í handknattleik á laugardaginn. Talið er að hann geti verið frá í 8 vikur og hafi jafnvel leikið sinn síðasta leik fyrir Grosswallstadt, en Einar gerði nýverið samning við Flensburg og gengur til liðs við félagið í sumar.

Eins og nærri má geta eru þessi meiðsli alvarleg bæði fyrir Einar, félag hans og einnig íslenska landsliðið sem á framundan erfiða leiki við Serba í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Noregi í byrjun næsta árs. Nánar verður fjallað um þetta mál í íþróttablaði Morgunblaðsins á morgun.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert