Síminn setur upp GSM senda

Síminn.
Síminn. mbl.is/Kristinn

Síminn hefur sett upp nýjar GSM senda á Geitafellshnjúk, í Bárðardal og á Slórfelli á Möðrudalsöræfum. Jafnframt hefur Síminn gert breytingar á GSM sendi sínum á Húsavíkurfjalli til að auka drægni hennar. Nú er langdrægi stöðvarinnar um 100km á haf út og nær núna þjónustusvæðið norður fyrir Grímsey.


Í tilkynningu frá Símanum segir að þessir nýju langdrægu GSM sendar séu viðbót við mikla uppbyggingu sem ráðist hefur verið í á landsbyggðinni og á miðunum á undanförnum mánuðum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert