Fornleifastofnun sökuð um hæpnar starfsaðferðir

Fornleifauppgröftur í Leirvogstungu
Fornleifauppgröftur í Leirvogstungu mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Framkvæmdasýsla ríkisins (FSR) hefur lýst áhyggjum sínum af markaðsbresti í tengslum við útboð á uppgreftri við svokallaðan Alþingisreit og menntamálaráðuneytið hefur ritað Samkeppniseftirlitinu bréf þar sem fram koma áhyggjur FSR. Í bréfinu segir m.a. að FSR meti það svo að Fornleifastofnun Íslands (FSÍ) hafi komist í markaðsráðandi stöðu á sviði fornleifagraftrar og „beiti siðferðilega og lagalega hæpnum aðferðum til að viðhalda þeirri stöðu“.

FSÍ er sjálfseignarstofnun og í stjórn hennar eru þeir Orri Vésteinsson og Adolf Friðriksson. Báðir eru þeir prófessorar við Háskóla Íslands. Orri er jafnframt „adjunct assistant professor“ við hinn bandaríska Hunter College of the City University of New York (CUNY). Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, hefur fengið bréf frá menntamálaráðuneytinu um málið.

Þegar verkið var boðið út fyrsta sinni buðu FSÍ í verkið og verktakafyrirtækið Varmaverk í Hafnarfirði. Hvorugu tilboðinu var tekið, en Varmaverk hafnaði boði um að taka þátt í framhaldsútboði. Þegar boðið var út að nýju bárust FSR vísbendingar um að FSÍ hefði beitt Varmaverk þrýstingi til að draga tilboðið til baka.

Albína Hulda Pálsdóttir er dóttir eiganda Varmaverks, Páls Ásgeirs Ásgeirssonar. Hún er fornleifafræðingur og var á sínum tíma í doktorsnámi í CUNY. Leiðbeinandi hennar í doktorsnáminu var Thomas McGovern en hann hefur átt í samstarfi við Fornleifastofnun í áratugi og er nefndur sem samstarfsaðili í tilboði FSÍ.

Í tölvupóstsamskiptum Albínu og McGovern kemur ítrekað fram að hagsmunir CUNY og FSÍ fari saman og hann ráðlagði að faðir hennar drægi tilboð sitt til baka. Á einum stað skrifar hann: „Ef þú setur mig í þá aðstöðu að þurfa að velja milli FSÍ og sjálfrar þín mun ég alveg áreiðanlega velja FSÍ.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert