Rangar upplýsingar um orkuþörf álvers

Frá framkvæmdum Norðuráls í Helguvík.
Frá framkvæmdum Norðuráls í Helguvík. mbl.is/RAX

Umhverfisráðuneytið hefur vakið athygli Landsnets og Skipulagsstofnunar á röngum fullyrðingum um fyrirhugaða orkuþörf álvers Norðuráls í Helguvík sem fram koma í matsáætlunum Landsnets um Suðvesturlínu og ákvörðun Skipulagsstofnunar um sameiginlegt umhverfismat.

Ráðuneytið segir, að í gögnum frá Landsneti komi fram að Norðurál hafi hafið framkvæmdir við allt að 360.000 tonna álver í Helguvík og sé aflþörf þess 435 MW. Þessi ranga fullyrðing sé síðan endurtekin í ákvörðun Skipulagsstofnunar um að Suðvesturlína eigi ekki að fara í sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum með tengdum framkvæmdum.

Hið rétta sé að aflþörf fyrirhugaðs 360.000 tonna álvers í Helguvík sé 625 MW og því skeik 190 MW. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert