Heimssýningin að hefjast

Heimssýningin í Shanghai er að hefjast en hún verður opnuð formlega 1. maí. Búist er við að 100 milljónir manna heimsæki sýninguna sem verður opin fram á haust eða allt að 400 þúsund manns á dag, flestir frá Kína. 

Miklum fjármunum hefur verið varið til að endurnýja samgöngumannvirki og einnig til að hreinsa til. 

Íslendingar eru með skála á heimssýningunni. Hugmyndin er að færa gesti heimssýningarinnar til Íslands. Inni í skálanum er stuttmynd varpað á alla fjóra veggi og loft. Hitinn lækkaður niður í 22° og rakastig 50%, auk þess sem íslenskar plöntur verða notaðar til skreytingar. Talið er að um þrjár milljónir gesta komi við í skálanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert