Tillögur mannréttindaráðs á grundvelli Siðmenntar

Bjarni Jónsson, varaformaður Siðmenntar.
Bjarni Jónsson, varaformaður Siðmenntar.

Tillögur mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um að banna trúartengd verkefni í grunn- og leikskólum borgarinnar eru runnar undan rifjum Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi.

Bjarni Jónsson, varaformaður Siðmenntar, kynnti menntaráði borgarinnar tillögur félagsins í febrúar árið 2005. Þar lagði hann til að útbúnar yrðu verklagsreglur sem kveði skýrt á um að ekkert trúboð sé heimilað innan veggja leik- og grunnskóla eða annarra stofnana borgarinnar.

Bjarni situr nú í mannréttindaráði en tillögur þess eru nánast samhljóma þeim tillögum sem Siðmennt kynnti menntaráði árið 2005, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Bjarni bendir þó á að allir séu frjálsir skoðana sinna í ráðinu. „Það er samt alveg hægt að segja að þessi tillaga eigi sér grunn í málflutningi Siðmenntar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert