Slökktu eld í hlöðu við eyðibýli

Eldur kom upp í hlöðu við eyðibýlinu Fiskilæk í nótt.
Eldur kom upp í hlöðu við eyðibýlinu Fiskilæk í nótt. mbl.is/Eyþór

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallað út rétt fyrir klukkan eitt í nótt að eyðibýlinu Fiskilæk sem er staðsett á milli Akraness og Borgarness.

Þar hafði eldur kviknað í hlöðu og þegar mbl.is náði tali af Sigurði Þór Elíssyni, varðstjóra hjá slökkviliðinu, var slökkvistarfi að ljúka.

„Við erum í þessum töluðu orðum að pakka saman og yfirgefa vettvanginn. Við náðum tökum á eldinum mjög fljótlega og fengum krabba frá Málmu til að moka rústunum upp og slökkva í síðustu glóðunum,“ segir Sigurður við mbl.is.

Að sögn Sigurðar eru eldsupptökin óljós en málið er komið á borð lögreglunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert