Tveir milljarðar tapast vegna vatnsskorts

Vatnsstaða lóna í vetur var langt undir meðalári.
Vatnsstaða lóna í vetur var langt undir meðalári. mbl.is/Sigurður Bogi

Landsvirkjun hefur orðið af tekjum sem nema tveimur milljörðum króna eftir sögulega versta vetur í vatnsbúskap.

Í svari Landsvirkjunar vegna fyrirspurnar Morgunblaðsins kemur fram að undir lok síðastliðins árs var gripið til skerðinga á afhendingu víkjandi orku til fiskimjölsverksmiðja og fiskþurrkana, auk gagnavera sem stunda rafmyntagröft. Því næst var afhending skert til stórnotenda, þ.e. Elkem, Norðuráls og Rio Tinto, sem og fjarvarmaveitna.

Í febrúar var svo tilkynnt um skerðingar á norður- og austurhluta landsins en þær náðu til álvers Alcoa Fjarðaáls, kísilvers PCC Bakka, TDK aflþynnuverksmiðjunnar og atNorth-gagnaversins.

Loks var tilkynnt 11. apríl sl. að fyrirtækið ætti ekki annarra kosta völ en að skerða afhendingu raforku til viðskiptavina lengur fram á vorið, vegna þessa fádæma lélega vatnsárs.

Skerðanleg orka ekki til staðar

„Í öllum tilvikum hafa skerðingarnar verið í samræmi við samninga, þ.e. viðkomandi fyrirtæki hafa keypt orkuna með þeim fyrirvara að hún sé skerðanleg. Flestir viðskiptavina okkar kaupa ákveðið magn af forgangsorku og því til viðbótar er svo skerðanlega orkan,“ segir í svari Landsvirkjunar.

„Landsvirkjun gætir þess ávallt að selja ekki meiri forgangsorku en tryggt er að fyrirtækið geti afhent í lakasta vatnsári, öll önnur orka er í raun „bónus“ og selst þá sem skerðanleg. Tekjutapið nú, sem er tveir milljarðar króna, kemur því til af því að skerðanlega orkan er ekki til staðar vegna þessara aðstæðna.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert